Tæknideild

Við aðstoðum þig frá byrjun til enda og tökum þátt í hönnun og útfærslum.  Við tökum við þínum hugmyndum á hvaða stigi sem er og útfærum. Við erum með SOLIDWORKS sem er eitt öflugasta þrívíddarteikniforritið á markaðnum í dag.

Við höfum hannað ýmislegt fyrir hin ýmsu fyrirtæki, höfum tekið að okkur teiknivinnu og veitt sérfræðiaðstoð við ýmis vandamál. Í tæknideildinni kemur saman víðtæk reynsla og sérfræðiþekking.

Við gerum tilboð í þína smíði eða hönnun. Hvort sem það er breyting á núverandi búnaði, viðgerðir, endurbætur eða nýsmíði. 

Hjá okkur starfa aðeins fagmenn með mikla reynslu og þekkingu á öllu sem tengist vélum og stálsmíði. Það er okkur mikið kappsmál að tilboð standist og fullnægi þínum kröfum. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan frágang.

Ef þig vantar ráðgjöf geturðu kíkt í heimsókn eða sent tölvupóst.

Við tökum við teikningum á ýmsum formum hvort sem hún er  í kollinum á þér, handskrifuð, eða á tölvutæku formi. Hvort sem það er íhlutur í jeppabreytingar eða heil framleiðslulína.

Ef þú átt ekki teikningu getum við líka teiknað fyrir þig.

Sjálfvirkni

Fagmennska

Hugvit

Nýsköpun

Tölvustudd Hönnun

Með tölvustuddri hönnun er hægt að hanna og herma hvað sem er áður en lagt er vinnu í að smíða það. Með tölvustuddri hönnun fæst gríðarleg nákvæmni í smíðavinnu sem auðveldar samsetningu og suðu.

Við styðjumst við Solidworks sem vinnur vel með vatskurðarvélunum okkar og beygjuvélinni. SOLIDWORKS býður upp á gríðarlega möguleika í hönnun sem auðvelda framleiðslu. Þannig er hægt að setja suðutakka, útbúa útflatning, reikna lengdir á færibandareimum og þar fram eftir götunum.

Beygjuvélaforritið styðst við hermun sem gerir kleyft að sjá hvernig hluturinn beygist. Hermun auðveldar að sjá fyrir vandamál sem geta komið upp við beygingu s.s aflögun gata, árekstra og fleira.

Þannig er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir til að komast hjá vandamálum.

Forritið vinnur með beygjuvélinni þannig að hægt sé að beygja hvaða gráðu sem er með ótrúlegri nákvæmni.

Forritið skilar síðan teikningu á tölvutæku formi tilbúið í vatnsskurð.

Við tökum að okkur að teikna þínar hugmyndir.

Komdu í heimsókn

Við erum að Suðurhellu 7 Komdu í heimsókn og við leysum verkið

Hringdu

Ertu með spurningu hringdu þá og við svörum henni

Sendu tölvupóst

Vantar þig að koma einhverju í skurð sendu teikningar í tölvupósti á skurðardeildina

Hafa samband