Færibönd

Við höfum tekið að okkur ótal verkefni tengdum færiböndum hvort sem það er hönnun og smíði á færibandum, breyting, viðbætur eða viðhald. Við höfum smíðað flestar gerðir færibanda og aukabúnað í kringum færibönd.

Hvort sem það eru plötu- vinkla- teina- eða lestarbönd við höfum unnið með þetta allt og oft verið með heilu framleiðslulínurnar inni á gólfi í smiðjunni okkar.