Vélsmiðja

Hjá okkur starfa aðeins fagmenn með mikla reynslu og þekkingu á öllu sem tengist vélum og stálsmíði. Við leggjum mikla áherslu á vandaðan frágang og að vörur fullnægji gæðakröfum viðskiptavinarins.

Við tökum að okkur ýmis verk bæði stór og smá. Við höfum smíðað ýmislegt fyrir sjávarútveginn og iðnað s.s veiðafæri, færibönd , kör og þar með má lengi telja. Þar að auki höfum við smíðað innréttingar, vaska, grindverk, skilti, rafmagnsskápa, tanka og svo framvegis.

Við höfum í gegnum tíðina sinnt viðhaldi og viðgerðum á tækjum. Höfum smíðað allskyns slithluti úr plasti svosem skjólborð, kefli og tannhjól.

Vinnuaðstæða er til fyrirmyndar og þar er allt sem þarf fyrir bæði nýsmíði, viðgerðir og viðhald. Í smiðjunni okkar er hægt að komast í eftirfarandi:

Tölvustýrð beygjuvél
Slípivél
Sögun
Völsun
Rafsuða
Renniverkstæði
Plast Suða

Ef þig vantar að láta smíða eitthvað geturðu komið teikningu til okkar á tölvutæku formi, einnig geturðu komið í heimsókn eða sent tölvupóst.

Ef þú átt ekki teikningu getum við líka teiknað fyrir þig.

Sérsmíði

Fagmennska

Iðnaður

Beyjuvél

Beygjuvél

Í smiðjunni okkar er 220 Tonna tölvustýrð beygjuvél frá AMADA sem beygir plötur úr hvaða efni sem er frá allt upp í 10 mm þykkt og allt upp í 3000 mm langar beygjur.

Beygjvélarforrit frá AMADA getur tekið inn heila þrívíddars samsetningu og reiknar út hversu mikið efni fer í beygjur fyrir mismunandi efni og efnisþykktir.

Beygjuvélaforritið styðst við hermun sem gerir kleyft að sjá hvernig hluturinn beygist. Hermun auðveldar að sjá fyrir vandamál sem geta komið upp við beygingu s.s aflögun gata, árekstra og fleira.

Þannig er hægt að gera viðeigandi ráðstafanir til að komast hjá vandamálum.

Forritið vinnur með beygjuvélinni þannig að hægt sé að beygja hvaða gráðu sem er með ótrúlegri nákvæmni.

Forritið skilar síðan teikningu á tölvutæku formi tilbúið í vatnsskurð.

Beygjuvélaforritið tekur við öllum helstu skráum fyrir þrívíddarteikningar svo sem: .SLDPRT, .SLDASM, .STEP, .IPT

Við tökum að okkur að teikna upp þínar hugmyndir og koma þeim á þrívítt form.

Komdu í heimsókn

Við erum að Suðurhellu 7 Komdu í heimsókn og við leysum verkið

Hringdu

Ertu með spurningu hringdu þá og við svörum henni

Sendu tölvupóst

Vantar þig að koma einhverju í skurð sendu teikningar í tölvupósti á skurðardeildina

Hafa samband